top of page

RAGNA INGIMUNDARDÓTTIR

Leirmunir

Ragna Ingimundardóttir, leirlistamaður.  Stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, framhaldsnám frá Gerrit Rietveld Academi.


Ég sæki innblástur úr umhverfinu og tengi vasana mína við fólk í kringum mig. Ég geri vasa, skálar og ýmis önnur form í mörgum ólíkum stærðum og gerðum og mála þau svo í mismunandi litum og áferðum. Pensilstrokur verða að mynstrum sem tekin eru úr náttúrunni. Hver hlutur er málaður í nokkrum lögum, allt að þrisvar til fjórum sinnum. Litirnir eru náttúrulitir t.d. gulir, grænir, svartir og rauðbleikir. Ég bý til og blanda alla mína glerunga og liti sjálf en til þess nota ég alls kyns steinefni.

bottom of page