... vinalegasta búðin í bænum
INTERIOR.IS
Innanhússmunir
Margrét Steinunn Thorarensen er eigandi fyrirtækisins Interior.is og hefur séð um vöruhönnun og innanhússráðgjöf fyrir bæði heimili og fyrirtæki frá árinu 2008. Hún leggur mikla áherslu á náttúruleg, endingargóð og umhverfisvæn efni.
Púðarnir í línunni Stakkaskipti eru hannaðir og framleiddir á Íslandi. Púðalínan er eingöngu unnin úr náttúrulegum og umhverfisvænum efnum svo sem eins og ull og roði. Púðinn sjálfur er úr ullarefni sem ætlað er til bólstrunar á húsgögnum og er því sterkur og endingargóður. Það sem gerir þessa vöru sérstaka er að hægt er að skipta um tölu og neðri hluta púðans. Á þann hátt getur eigandinn einnig verið hönnuðurinn og valið sína samsetningu á púðanum. Með þessu móti er hægt að breyta púðanum eftir smekk, skapi, árstíð og tísku án þess að þurfa að kaupa nýjan púða og á þann hátt spornað gegn sóun.