top of page

ÓLÖF SVAVA

Myndlist

Ólöf Svava Guðmundsdóttir er menntaður leikskólakennari með sérhæfingu í listkennslu og hefur unnið á því sviði í 35 ár. Hún hefur einnig kennt vatnslitamálun í Myndlistaskóla Kópavogs. Ólöf hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, innanlands og utan. Hún hefur einnig haldið þrjár einkasýningar.  

"Vatnslitir hafa alltaf heillað mig, þeir eru upphaf hugmynda og fantasía. Gegnsæi þeirra ásamt öðrum eiginleikum ýtir undir sköpun. Útkoman er ekki alltaf fyrirsjáanleg, meira svona óvissuferð"

bottom of page